Boðið að kaupa Gerðar á 232 milljónir króna
Sveitarfélaginu Garði hefur verið boðið að kaupa landið Gerðar í Garði fyrir 232 milljónir króna. Afgreiðslu málsins var frestað til fundar sem fara á fram í landakaupanefnd í dag.
Lögð voru fram tvö tilboð fyrir landakaupanefnd 10. nóvemver sl. Það voru tilboð Bergþórs Baldvinssonar og Finnboga Björnssonar, dags. 28. október 2011, um að selja sveitarfélaginu þeirra hlut í landi Gerða. Annað tilboðið gerir eingöngu ráð fyrir að um sé að ræða hlut þeirra tveggja í landinu. Fyrir hlut þeirra tveggja verði greiddar u.þ.b. 150 mkr. Hitt tilboðið gerir einnig ráð fyrir hluti Bjargar Björnsdóttur verði seldur. Greiddar verði 232 mkr. fyrir landið í heild. Það tilboð er hins vegar ekki undirritað af Björgu.