Boðið á rúntinn eftir vel heppnaða brunaæfingu
Árlegar rýmingaræfingar á leikskólum halda áfram hjá Brunavörnum Suðurnesja. Í morgun mætti slökkviliðið á leikskólann Hjallatún í Njarðvík. Að lokinni æfingu var börnunum boðið á rúntinn í sjúkrabíl og slökkvibíl slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja.
Næstu daga og vikur verður farið í samskonar æfingar á öðrum leikskólum á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja, sem er í Reykjanesbæ, Garði og Vogum.
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson