Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Boðar enn betri dagskrá fjölskyldudaga í Vogum
Þriðjudagur 25. ágúst 2015 kl. 10:44

Boðar enn betri dagskrá fjölskyldudaga í Vogum

– Fjölskyldudagar í Vogum í 20. sinn á næsta ári

Fjölskyldudagar í Vogum voru haldnir hátíðlegir í 19. sinn um þarsíðustu helgi. „Hátíðin var í alla staði hin glæsilegasta og tókst vel. Dagskráin var fjölbreytt og allir fundu eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sínu.

„Hátíðin er fyrir löngu búin að festa sig í sessi, íbúar virðast kunna vel að meta hana og margir gestir líta við. Framkvæmdin við hátíðahöldin eru á hendi sveitarfélagsins í góðu samstarfi við frjáls félagasamtök í sveitarfélaginu. Á næsta ári verður hátíðin haldin í 20. skipti, og því viðbúið að dagskráin verði enn betri,“ segir bæjarstjórinn jafnframt.

Í meðfylgjandi myndskeiði eru svipmyndir frá brekkusöng á fjölskyldudögunum. Innslagið er úr Sjónvarpi Víkurfrétta, vikulegum magasínþætti sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN og á vf.is í háskerpu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024