Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Boða til aukafundar í bæjarstjórn Garðs á mánudag
Frá átakafundi í bæjarstjórn Garðs í vor.
Laugardagur 24. nóvember 2012 kl. 14:36

Boða til aukafundar í bæjarstjórn Garðs á mánudag

- D-listinn segist eiga í viðræðum við fulltrúa L-listans

Boðað verður til aukafundar í bæjarstjórn Garðs nk. mánudag. Þar verður Einar Jón Pálsson, oddviti D-listans í Garði, kosinn forseti bæjarstjórnar. Jónína Holm er í dag forseti bæjarstjórnar.

Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Garðs hefur fundað í dag. Þar á bæ er mikill vilji fyrir því að ná breiðri sátt í Garðinum og að öll stjórnmálaöfl sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn vinni saman í breiðri fylkingu með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Davíð Ásgeirsson, formaður bæjarráðs Garðs, staðfesti í samtali við Víkurfréttir nú áðan að þetta væri niðurstaðan. Ekki hefur endanlega verið gengið frá öllum hnútum málsins en vonast er til þess að svo verði fyrir aukafundinn í bæjarstjórninni síðdegis á mánudag.

Ekki kunnugt um niðurstöðuna (uppfært kl. 15:05)

Einari Jóni Pálssyni, oddvita D-listans, var ekki kunnugt um þessa niðurstöðu meirihlutans í bæjarstjórn, þegar Víkurfréttir leituðu viðbragða hjá honum við tíðindunum.

„D-listinn á í viðræðum við fulltrúa L-listans um myndun nýs meirihluta í Garði,“ sagði Einar Jón og áréttaði að annað hafi ekki verið til umræðu hjá D-listanum.

L-listinn mun koma saman til fundar á morgun, sunnudag, til að ræða stöðuna í pólitíkinni í Garði og hvernig áframhaldandi starfi verði háttar í bæjarstjórn Garðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024