Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Boða fulltrúa heitloftsþurrkana til fundar
Þetta skilti blasti við á leiðinni úr Njarðvík til Keflavíkur fyriráratugum. Þarna var það gúanófýlan frá gömlu Fiskiðjunni sem var að angra fólk. Mynd af vefnum Keflavík og Keflvíkingar á fésbókinni.
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 08:00

Boða fulltrúa heitloftsþurrkana til fundar

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að fela bæjarstjóra Garðs að boða fulltrúa þeirra fyrirtækja sem heitloftsþurrka fiskafurðir í sveitarfélaginu til fundar við bæjaryfirvöld.

Lyktarmengun í Garðinum hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu í Garði og á síðasta fundi bæjarráðs Garðs var farið yfir minnisblað bæjarstjóra frá fundi bæjarstjóra, formanns bæjarráðs og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja með íbúum sem hafa kvartað vegna fyrirtækja sem reka heitloftsþurrkun fiskafurða í sveitarfélaginu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024