Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blysum brugðið á loft í Keflavík
Fimmtudagur 10. apríl 2003 kl. 22:37

Blysum brugðið á loft í Keflavík

Keflvíkingar eru í sigurvímu eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla með sigri á Grindavík í kvöld. Mikil móttökuathöfn var við félagsheimili Keflavíkur í kvöld þegar sigurliðið kom í lögreglufylgd á svæðið með Íslandsmeistarabikarinn. Stuðningsmenn Keflavíkur brugðu blysum á loft og flugeldum var skotið til himins.Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar liðið kom út úr rútunni með bikarinn, allir fengu koss á kinn og búast má við gleðskap fram eftir nóttu.

Meðflygjandi mynd tók Hilmar Bragi af stuðningsmönnum Keflavíkur með blys á lofti fyrr í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024