Blys tekið fyrir brennandi bát
Tilkynningaskyldunni barst í gærdag aðvörun um eld út frá Vogum á Vatnleysuströnd og talið var að um brennandi bát gæti verið að ræða. Visir.is greinir frá.Tilkynningaskyldan sendi þrjá báta sem staddir voru nærri á svæðið og einnig var björgunarsveitin í Vogum kölluð út. Þegar nánar var að gætt kom í ljós að um blys frá þyrluæfingu Varnarliðsins var að ræða. Varnarliðinu hafði yfirsést að láta Tilkynningaskylduna vita af æfingunni.