Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 11. mars 1999 kl. 22:12

BLÝMENGAÐ NEYSLUVATN Á VELLINUM

Blýinnihald vatns í ákveðnum íbúðarhúsum á Keflavíkurflugvelli hefur mælst langt fyrir ofan eðlileg mörk. Niðustöður rannsóknar umhverfisdeildar varnarliðsins 3. mars sl. gáfu til kynna að blýmagn væri frá 500 til 5.430 einingum hærra en eðlileg viðmiðunarmörk. Íbúum þessara húsa var þegar gert viðvart og útvegar varnarliðið þeim nú vatn á flöskum til drykkjar og matargerðar. Er blýmengunin talin vera rakin til efnis sem notað er við að lóða saman vatnsrör innan dyra en mengunarinnar varð einungis vart í krönum sem afar sjaldan eru notaðir. Hyggst varnarliðið koma upp sérstökum búnaði sem myndar húð innan á vatnsrörin og hindrar þannig smitun efna í vatnið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024