Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blue Lagoon Open haldið í Grindavík í ágúst
Þriðjudagur 28. júlí 2015 kl. 09:05

Blue Lagoon Open haldið í Grindavík í ágúst

Föstudaginn 14. ágúst verður Blue Lagoon Open kvennamótið haldið á Húsatóftavelli í Grindavík. Um er að ræða eitt glæsilegasta kvennamót ársins. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og efsta sætið í höggleik án forgjafar. Skráning hefst 5. ágúst. Það verður nóg um að vera á Húsatóftavelli þessa helgi því daginn eftir verður Liverpool open mótið.

Einnig verða veitt nándarverðlaun á öllum fimm par-3 brautum vallarins. Verðlaun verða fyrir lengsta teighögg á einni braut og að vera næst holu í 2 höggum á einni par 4 braut. Dregið verður úr skorkortum í mótslok. Allir þátttakendur í mótinu fá glæsilega teiggjöf. Vinningaskráin er stórglæsileg og verður birt þegar líður að mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ræst verður út af öllum teigum kl. 10:00 og því komast aðeins 88 kylfingar að í mótinu. Morgunverður kl. 09:00 fyrir mót, léttar veitingar úti á velli að ógleymdu huggulega púrtvíns og osta tjaldinu okkar og svo veitingar í boði LAVA að móti loknu.

Skráning í mótið fer fram á golf.is og hefst skráningin þann 5.ágúst kl. 08:00. Verð í mótið er 6.500 kr. innifalið í því er morgunverður og veitingar að leik loknum.

Golfklúbbur Grindavíkur