Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Blómleg fasteignaviðskipti í janúar
Þriðjudagur 18. febrúar 2020 kl. 17:03

Blómleg fasteignaviðskipti í janúar

Á Suðurnesjum var 71 samningi um fasteignakaup þinglýst í janúar. Þar af voru 44 samningar um eignir í fjölbýli, 23 samningar um eignir í sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 2.686 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,8 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af þessum 71 voru 54 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af var 41 samningur um eign í fjölbýli, níu samningar um eignir í sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 1.992 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,9 milljónir króna.