Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 11. desember 2003 kl. 09:51

Blómaval og Keilir semja

Blómaval og Kiwanisklúbburinn Keilir hafa náð samkomulagi varðandi jólatrjásölu. Keilir mun kaupa tré af Blómavali. Þess í stað mun Blómaval vísa viðskiptavinum á jólatrjásölu Keilismanna.
Eins og kunnugt er hafa Kiwanismenn selt jólatré í Reykjanesbæ mörg undanfarin ár og ágóði sölunnar runnið til líknarmála. Blómaval vill með samkomulaginu koma til móts við Keilismenn og þann tilgang sem salan hefur á þeirra vegum. Að sögn Keilismanna meta þeir mikils  þetta framtak Blómavalsmanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024