Blómamarkaður við Ytri-Njarðvíkurkirkju
Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkurkirkju dagana 1.– 3. júní 2021. Opið frá klukkan 16:00 til 19:00. Heitt verður á könnunni alla dagana. Ágóði blómasölunnar rennur óskiptur til líknarmála.
Lionsklúbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu. Nýjasta verkefnið var að færa Ytri-Njarðvíkurkirkju bekk sem gestir og gangandi geta hvílt lúin bein og notið. Þetta er sjötta árið sem blómamarkaðurinn er í höndum Æsu.
Það er mikil tilhlökkun hjá Æsukonum að taka á móti Suðurnesjamönnum sem eru í sumarblómahugleiðingum.