Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blómamarkaður við Ytri-Njarðvíkurkirkju
Þriðjudagur 27. maí 2008 kl. 14:54

Blómamarkaður við Ytri-Njarðvíkurkirkju

Helgina 30. maí – 1. júní n.k. heldur Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju sinn árlega blómamarkað. Þetta er 27. árið sem blómamarkaðurinn er haldinn og er hann orðinn fastur liður í hugum margra bæjarbúa. Mörgum finnst sumarið fyrst komið þegar Systrafélagskonur hefja sölu sína. Þetta er aðal fjáröflunarleið félagsins og vonumst við eftir að sem flestir komi og geri góð kaup. Eins og undanfarin ár verður m.a. boðið upp á sumarblóm, rósir og runna. Markaðurinn verður við kirkjuna og er opinn frá 13 – 17 alla dagana. Alltaf heitt kaffi á könnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024