BLÓMAMARKAÐUR SYSTRAFÉLAGSINS
Helgina 28-30 maí n.k. verður Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju með sinn árlega blómamarkað nítjánda árið í röð. Blómamarkaðurinn er orðinn fastur liður í hugum margra bæjarbúa sem telja sumarið fyrst hafið þegar Systrafélagskonur hefja sölu sína. Þarna er góð kaup í boði fyrir alla en þetta er grunnfjáröflunarleið félagsins og vonast aðstandendur þess eftir því að sem flestir komi og kaupi sumarblóm, rósir, runna og fjölær blóm. Markaðurinn verður staðsettur við kirkjuna í Njarðvík og hefst kl. 12 á föstudag en verður opinn milli kl. 13-15 laugardag og sunnudag.