Blóðugur í andliti með kannabis
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um helgina þess efnis að karlmaður hefði sést hlaupa út af skemmtistað í umdæminu og hefði hann verið blóðugur í andliti. Lögreglumenn fundu manninn og buðust til að aka honum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem hann fengi aðhlynningu. Á leiðinni í lögreglubílnum þangað framvísaði maðurinn kannabisefni, sem hann var með í jakkavasa sínum.
Ekki reyndist unnt að taka af honum vettvangsskýrslu vegna ölvunar eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. Hann var því vistaður í fangaklefa meðan áfengisvíman var að renna af honum.