Blóðugur á gangi í Keflavík
Lögreglumenn komu að manni mjög ölvuðum sem var á gangi í Keflavík í nótt og var hann all blóðugur á höfði. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann var skoðaður og síðan lagður inn svo hægt yrði að fylgjast betur með líðan hans.
Mun maðurinn væntanlega hafa dottið á steypta stétt.
Mun maðurinn væntanlega hafa dottið á steypta stétt.