Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 7. apríl 2003 kl. 13:18

Blóðug slagsmál strippara í Keflavík

Óskað var aðstoðar að Strikinu um helgina vegna tveggja kvenna sem þar höfðu lent í slagsmálum og fóru lögreglumenn á staðinn. Þarna höfðu tvær erlendar dansmeyjar staðarins lent í átökum sem enduðu með því að önnur sló hina í andlitið með glasi. hlaut sú sem slegin var skurð á hægri augabrún og á kinn. Var hún flutt á Heilbrigðisstofnun þar sem læknir skoðaði hana en ekki þurfti að sauma. Hin kvartaði um eymsli í andliti og mjöðm. Meðfylgjandi er dagbók lögreglunnar í Keflavík.Föstudagur 4. apríl 2003.
Kl. 09.55 var tilkynnt um rúðubrot í Fasteignasölu á Hafnargötu í Keflavík. Verknaðurinn mun hafa verið framinn í gærkvöldi.
Á dagvaktinni voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir á Reykjanesbraut og einn á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast ók var á 114 km. hraða.
Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Einn ökumaður var kærður fyrir að nota síma án handfrjáls búnaðar.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir umferðarlagabrot um kvöldið. Annar fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað og hinn fyrir að aka Reykjanesbrautina á 114 km þar sem hámarkshraði er 90 km. SJ.

Laugardagur 5. apríl 2003.
Kl. 02:10 höfðu lögreglumenn afskipti af 17 ára pilti þar sem hann var með landa í brúsa á sér. Hald var lagt á landann. SJ.
Kl. 02:31 var tilkynnt um útafakstur á Eyjasundi í Grindavík. Talsverðar skemmdir urðu á bifreiðinni. SJ.
Kl. 02:45 kom leigubifreiðastjóri á lögreglustöðina og tilkynnti að ölvaður maður sem hafði verið farþegi í bifreiðinni hafi brotið niður baksýnisspegilinn og síðan eina hliðarrúðu þegar hann var kominn út úr bifreiðinni. Tjónvaldur er kunnur. SJ.
Kl. 03:50 kom ölvaður maður að máli við lögreglumenn þar sem þeir voru fyrir utan Næturklúbbinn Strikið í Keflavík. Hann hafði lent í slagsmálum við tvo aðra sem enduðu með því að tvær tennur í manninum brotnuðu. Áverkar voru á höfði annars þeirra sem maðurinn hafði lent í slagsmálum við. SJ.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið sinni með útrunnið ökuskírteini og annar fyrir að vera með of marga farþega í bifreiðinni. SJ.
Kl. 14.35 var tilkynnt um þjófnað á GSM síma úr húsi í Njarðvík s.l. nótt. Einnig hafði horfið geisladiskur. Fjórir piltar höfðu komið þar óboðnir í nótt en þar var samkvæmi í gangi. Þeim var vísað út en eftir að þeir voru farnir kom í ljós að síminn og geisladiskurinn var horfið. Ekki er vitað um deili á piltunum.
Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi og var sá á 115 km. hraða.
Kl. 17.00 var tilkynnt um mann sem lægi við í innkeyrslu við hús nr. 22 við Túngötu í Grindavík. Fóru lögr.m. og sjúkrabifreið á staðinn og var maðurinn fluttur á Landsspítala-Háskólasjúkrahús. Maðurinn mun hafa dottið og reyndist ekki alvarlega slasaður.
Kl. 18.10 var tilkynnt um ölvaðan mann í versluninni Samkaup. Fóru lögr.m. á staðinn og sat þá maðurinn á tjaldsvæði gegnt versluninni. Hann var talsvert ölvaður og kvartaði um verk í brjósti og handlegg. Fóru lögr.m. með hann á Heilbrigðisstofnun þar sem læknir skoðaði hann og var hann síðan fluttur á Landsspítala-Háskólasjúkrahús til frekari rannsóknar. HÁJ.
Klukkan 21:05 var tilkynnt um að skráningarnúmerum hefði verið stolið af bifreið við Strandgötu í Sandgerði en um var að ræða skráningarnúmerin TL-013. Einnig var stolið radarvara úr sömu bifreið. JÞK
Á tímabilinu frá 21:47 til 22:31 voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Annar var mældur á 106 km þar sem hámarkshraði er 70 en hinn var mældur á 118 km þar sem hámarkshraði er 90 km. JÞK

Sunnudagur 6. apríl 2003
Klukkan 02:45 tilkynntu lögreglumenn við vínhúsaeftirlit um slagsmál. Tveir gestir börðust en nokkur hiti var í þeim ásamt reyndar fleiri gestum. Lögreglumönnum og dyravörðum tókst að róa mannskapinn en líklegt er að einn gestur hafi nefbrotnað. Ákvað sá gestur að leita sér læknisaðstoðar sjálfur. JÞK
Klukkan 03:52 var tilkynnt um slagsmál við veitingastað í Sandgerði. Þau ólæti voru yfirstaðinn þegar lögreglu bar að. JÞK
Kl. 07.32 var tilkynnt að búið væri að vinna skemmdarverk á kyrrstæðri bifreið sem skilin hafði verið eftir á Reykjanesbraut skammt austan Vogavegar. Höfðu fram- og afturrúða bifreiðarinnar verið brotnar og einnig hafði verið reynt að fjarlægja útvarpstæki hennar en það ekki tekist.
Kl. 09.07var tilkynnt um rúðubrot í húsi KFUM og K við Hátún. Höfðu þrjár rúður á norðurhlið hússins verið brotnar.
Kl. 10.20 var tilkynnt um umferðaróhapp á Seljabót í Grindavík. Þarna hafði bifreið verið ekið á ljósastaur en engin slys á fólki. Nokkrar skemmdir á bifreiðinni og ljósakúpull staursins brotnaði.
Kl. 14.10 var tilkynnt að stungið hafi verið á sinn hvorn hjólbarðann á tveimur bifreiðum fyrir utan hús við Heiðarból og hafði verið notað til þess eggvopn. Var tveggja sentimetra skurður á hjólbörðunum. Einnig var tilkynnt að stungið hafi verið á einn hjólbarða bifreiðar í Fagragarði og á einn hjólbarða bifreiðar í Ásgarði.
Kl. 15.04 var óskað aðstoðar að Strikinu vegna tveggja kvenna sem þar höfðu lent í slagsmálum og fóru lögr.m. á staðinn. Þarna höfðu tvær erlendar dansmeyjar staðarins lent í átökum sem enduðu með því að önnur sló hina í andlitið með glasi. hlaut sú sem slegin var skurð á hægri augabrún og á kinn. Var hún flutt á Heilbrigðisstofnun þar sem læknir skoðaði hana en ekki þurfti að sauma. Hin kvartaði um eymsli í andliti og mjöðm.
Kl. 17.26 var tilkynnt að stolið hafi verið annarri númeraplötunni af bifreið við Gerðaveg í Garði. HÁJ.
Kl. 18:00 var tilkynnt frá Neyðarlínu að verið væri að senda björgunarskipið Odd V. Gíslason frá Grindavík út vegna vélarvana báts við Hópsnes. Skömmu síðar var Oddur V. Gíslason kominn upp að Trylli GK-600 þar sem hann var um 0,8 sjómílu ssv af Hópsnesi. Greiðlega gekk að draga bátinn í land. Gírinn á Trylli GK hafði bilað. SJ.
Um kvöldið var einn ökumaður kærður yfir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. SJ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024