Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 26. maí 2003 kl. 15:13

Blóðug Eurovision-nótt í Sandgerði

Á aðfararnótt sunnudagsins, klukkan 02:38 var lögreglan kvödd að Mamma Mía í Sandgerði vegna líkamsárásar. Þaðan voru tveir menn fluttir sárir á sjúkrahús. Annar hafði fengið glerbrot í auga en hinn var mikið skorinn í andliti. Málsatvik eru í rannsókn.Síðar um nóttina eða kl. 06:09 var tilkynnt um innbrot í Shell skálann í Sandgerði og að blóðugur maður væri staddur í næsta nágrenni við staðinn. Maðurinn, sem var ölvaður, var handtekinn.
Að auki framangreindra verkefna á liðinni næturvakt þ.e. frá kl. 19:00 til 07:00 var mjög mikið um "hávaðaútköll" í heimahús, "slagsmálaútköll" á skemmtistaði auk annars ónæðis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024