Blóðbað í Sandgerði
„Þetta er eiginlega alltof mikið. Þetta er algjört blóðbað,“ sagði sjómaður í Sandgerði í samtali við Víkurfréttir í gærkvöldi aðspurður um veiðina hjá smábátunum í gær. Bátarnir komu hver á fætur öðrum í land með fullfermi og sumir þurftu að fara tvær veiðiferðir þar sem bátarnir voru orðnir fullir af fiski áður en öll línan hafði verið dregin úr sjó.
Lýsing sjómannsins á blóðbaðinu passar vel við mynd sem Hilmar Bragi tók í Sandgerðishöfn í gær. Þar var sannkallað blóðbað við löndunarkranana. Blóðið flæddi úr smábátunum þegar þeir voru þvegnir eftir löndunina.
Myndin: Svona var umhorfs í sjónum við löndunarkranana í Sandgerði í ljósaskiptunum í gærkvöldi.