Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blóðbað í Sandgerði
Þriðjudagur 21. febrúar 2012 kl. 16:41

Blóðbað í Sandgerði

„Þetta er eiginlega alltof mikið. Þetta er algjört blóðbað,“ sagði sjómaður í Sandgerði í samtali við Víkurfréttir í gærkvöldi aðspurður um veiðina hjá smábátunum í gær. Bátarnir komu hver á fætur öðrum í land með fullfermi og sumir þurftu að fara tvær veiðiferðir þar sem bátarnir voru orðnir fullir af fiski áður en öll línan hafði verið dregin úr sjó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Lýsing sjómannsins á blóðbaðinu passar vel við mynd sem Hilmar Bragi tók í Sandgerðishöfn í gær. Þar var sannkallað blóðbað við löndunarkranana. Blóðið flæddi úr smábátunum þegar þeir voru þvegnir eftir löndunina.


Myndin: Svona var umhorfs í sjónum við löndunarkranana í Sandgerði í ljósaskiptunum í gærkvöldi.