Miðvikudagur 6. mars 2013 kl. 09:26
Blindbylur og afar þungfært á Reykjanesbraut
Lögreglan á Suðurnesjum mælist til þess að fólk sé alls ekki á ferð um Reykjanesbraut nema brýna nauðsyn beri til. Blindbylur og afar þungfært er á veginum og björgunarsveitarmenn á svæðinu eru þar fólki til aðstoðar.
Heldur hefur bætt í veðrið síðan fyrr í morgun.