Blikar með þrjá Keflvíkinga?
Fyrsti leikur Keflvíkinga í Landssímadeildinni í knattspyrnu verður í Keflavík í kvöld þegar heimamenn mæta Breiðabliki kl. 20. Páll Guðlaugsson, nýráðinni þjálfari Keflavíkur er bjartsýnn á sumarið. Blikar eru með þrjá fyrrverandi Keflvíkinga innanborðs, þá Kjartan Einarsson, Karl Finnbogason og Georg Birgisson.