Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Blíðviðri áfram
Föstudagur 11. maí 2007 kl. 09:19

Blíðviðri áfram

Á Garðskagavita voru NNA 10 og 2ja stiga hiti kl. 9.
Klukkan 6 var norðlæg átt, víða 3-8 m/s, en norðvestan 5-13 við austurströndina. Él eða snjókoma norðaustantil en annars skýjað með köflum. Kaldast var 7 stiga frost á Brúsastöðum í Vatnsdal en hlýjast 4 stiga hiti í Skaftafelli.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 og léttskýjað. Hiti 5 til 10 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 5-10, en norðvestlægari við austurströndina í dag. Él um landið norðanvert, einkum austantil, en víða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnanlands en vægt frost norðanlands í nótt. Svipað veður á morgun.


Mynd: Skýjafar yfir Reykjanesskaga í gær. Séð til Innri-Njarðvíkur frá Njarðvíkurhöfn.

 

VF-mynd:Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024