Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blend í Trend
Miðvikudagur 15. september 2004 kl. 15:45

Blend í Trend

Skókaupmaðurinn Hermann Helgason í Skóbúðinni hefur fært út kvíarnar og opnað tískuverslunina TREND á Hafnargötunni við hlið Skóbúðarinnar.

Trend mun eingöngu hafa á boðstólnum tískuvörur frá Blend og Blend she sem fást í verslununum Blend sem reknar eru í Kringlunni og Smáralindinni. Hermann hefur einnig selt skó frá sama merki í Skóbúðinni.

Að sögn Hermanns er um einstakan samning að ræða sem gefur möguleika á að taka inn nýjar vörur í hverri viku og ætti fólk alltaf að sjá eitthvað nýtt reglulega.

Blend merkið hefur verið á boðstólnum í 10 ár fyrir herra en kemur nú með nýja línu fyrir dömur undur merkinu Blend She sem ætlað að sinna þörfum þeirra sem vilja hátískufatnað á mjög góðu verði. Boðið verður upp á gallabuxur í mörgum sniðum og þvottum, bolum, peysum, skyrtum og jökkum sem allt passar saman ásamt aukahlutum.

VF-mynd/Þorgils Jónsson: Afgreiðsludaman Soffía Erla Einarsdóttir við troðfulla rekka af Blend-vörum fyrir konur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024