Bleikar Víkurfréttir komnar í dreifingu
Það eru örlítil bleik áhrif í Víkurfréttum sem fóru í dreifingu í morgun. Blaðið í dag er 24 síður og þar kennir ýmissa grasa. Þannig heimsækjum við fiskvinnslustöð í Sandgerði og tökum hús á sjómönnum sem björguðust eftir sjóslys fyrir hálfri öld en þeir áttu endurfundi í Keflavík á dögunum. Þá segjum við frá bleikum október hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja og ýmislegt annað er í fjölbreyttu blaði dagsins.
Þeir sem vilja fletta blaðinu hér á netinu er bent á að það er hægt hér að neðan.