Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blautur dagur framundan
Mánudagur 3. september 2012 kl. 09:06

Blautur dagur framundan

Suðaustan 8-13 m/s og rigning við Faxaflóa, en hægari síðdegis. Norðvestan 10-18 og seint í kvöld, hvassast á annesjum. Lægir smám saman á morgun og léttir til. Hiti 8 til 13 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en hægari síðdegis. Snýst í norðvestan 10-13 seint í kvöld og nótt, en lægir á morgun og léttir til. Hiti 8 til 13 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðvestan 8-13 m/s og súld eða rigning á V-verðu landinu, en hægari og þurrt að mestu eystra. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast NA-til.

Á fimmtudag og föstudag:

Norðvestan- og vestanátt og skýjað með köflum, en skúrir N- og V-lands. Áfram milt veður.

Á laugardag:

Þykknar upp með vaxandi norðaustanátt með skúrum og kólnandi veðri.

Á sunnudag:

Útlit fyrir norðaustan hvassviðri með rigningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024