Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. ágúst 2003 kl. 13:55

Blautum og hröktum ferðalöngum komið í húsaskjól

Síðdegis í gær, eða kl. 18:35, barst björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík beiðni um aðstoð frá rútubílstjóra sem hafði fest bifreið sína á vegarslóðanum niður að Húshólma í Ögmundarhrauni. Björgunarsveitin sendi strax MAN trukk sveitarinnar á vettvang en þegar björgunarmenn komu að höfðu farþegar rútunnar, 29 að tölu, gengið frá rútunni upp á Ísólfsskálaveg og biðu þar eftir aðstoð. Fólkið var illa búið og var orðið blautt og hrakið.Vegna þess hvernig ástatt var fyrir fólkinu var ákveðið að flytja það í skjól í björgunarstöðina í Grindavík til að þurrka það og gefa því heitt að drekka. Fólkið beið í björgunarstöðinni við góða vist þar til önnur rúta kom og sótti fólkið. Eftir að hafa flutt fólkið til Grindavíkur hélt MAN trukkurinn aftur austur að Húshólma til aðstoðar rútunni. Rútan var föst í aur og tók nokkra stund að losa rútuna en það tókst þó með öflugum spilbúnaði trukksins. Aðgerðum björgunarsveitarinnar var lokið kl. 22:40.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024