Blautt og hvasst í dag
Suðaustan 15-23 m/s og slydda eða rigning við Faxaflóa í dag, en sunnan 10-18 og skúrir eða él síðdegis, hvassast við ströndina. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 13-20 m/s með rigningu, en hægari undir hádegi. Sunnan 8-15 og skúrir eða él síðdegis. Hiti um og yfir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan og sunnan 8-18 m/s, hvassast við ströndina S-til. Víða él, en bjartviðri á NA- og A-landi. Vægt frost, en um frostmark við ströndina.
Á mánudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él, en bjart á N- og A-landi. Breytileg átt SA-lands seinnipartinn. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustnátt, hvassviðri eða stormur með slyddu og snjókomu, en síðar rigningu, einkum við ströndina. Hlýnandi veður í bili.
Á miðvikudag:
Hvöss suðlæg átt og úrkomusamt á austurhelmingi landsins, en svalari og hægari suðvestlæg átt og él vestantil. Hiti víða kringum frostmark.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir sunnan og suðvestanátt með éljum S-og V-til. Vægt frost víðast hvar.