Blautt og hvasst í dag
Austan 13-18 m/s og slydda eða snjókoma með köflum við Faxaflóa. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 10-18 m/s og slydda, hvassast á Kjalarnesi. Hiti 0 til 3 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austan 8-13 m/s, en 15-18 syðst. Él SA-lands, en annars víða bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig við S- og V-ströndina, en annars vægt frost.
Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum, en yfirleitt frostlaust við sjávarsíðuna að deginum.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Líkur á norðaustanátt með kólnandi veðri. Dálítil él fyrir norðan og austan, en annars bjartviðri.