Blautt framundan
Búast má við leiðindaveðri á suðvesturhorni landsins um helgina. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er búist er við stormi (meira en 20 m/s) norðan- og vestanlands í kvöld og fram eftir degi á morgun. Vaxandi suðvestanátt á landinu, 18-23 m/s og rigning eða súld norðvestantil með kvöldinu, en suðvestan- og norðanlands í nótt. Hægari vindur og skýjað með köflum austan- og suðaustanlands. Dregur heldur úr vindi norðan- og vestantil nálægt hádegi. Hlýnandi veður, hiti 8 til 16 stig á morgun, hlýjast austanlands.
Veðurhorfur næstu daga:
Á sunnudag norðlæg átt, 15-20 m/s norðaustantil fyrir hádegi og slydda eða snjókoma, en annars hægari og él, en léttskýjað sunnantil. Áfram norðvestanátt og él norðaustantil á mánudag, en gengur í suðaustan 5-10 með rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil. Á þriðjudag norðaustanátt og rigning eða slydda sunnan- og austantil, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum. Norðlæg átt á miðvikudag og slydda eða rigning norðaustantil, en bjartviðri annars staðar. Á fimmtudag hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig, en víða næturfrost.
Veðurhorfur næstu daga:
Á sunnudag norðlæg átt, 15-20 m/s norðaustantil fyrir hádegi og slydda eða snjókoma, en annars hægari og él, en léttskýjað sunnantil. Áfram norðvestanátt og él norðaustantil á mánudag, en gengur í suðaustan 5-10 með rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil. Á þriðjudag norðaustanátt og rigning eða slydda sunnan- og austantil, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum. Norðlæg átt á miðvikudag og slydda eða rigning norðaustantil, en bjartviðri annars staðar. Á fimmtudag hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig, en víða næturfrost.