Bláum blikkljósum stolið af björgunarsveitarjeppa
Bláum forgangsljósum var stolið af björgunarsveitarbíl úr Grindavík á tímabilinu 27. desember til 7. janúar sl. Ljósunum var stolið af Patrol-jeppa sveitarinnar, en bílar björgunarsveitarinnar stóðu fyrir utan björgunarstöðina í Grindavík á meðan flugeldasölunni stóð.
Þeir sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á þessum tíma eru vinsamlegast beðnir um að koma ábendingum til Boga Adolfssonar í síma 897-6212 eða á [email protected].