Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blátt bann við því að stöðva!
Mánudagur 14. október 2002 kl. 15:16

Blátt bann við því að stöðva!

Víkurfréttir fengu mikil viðbrögð við frétt í síðustu viku þar sem blaðið gerði athugasemd við það að bifreið var lagt þannig við Leifsstöð að um önnur umferð átti í erfiðleikum með að komast um á háannatíma. Sögðum við meðal annars frá því að bifreiðinni væri lagt við skilti sem segði til um það að bannað væri að stöðva þar bifreiðar. Tölvupóstskeytum rigndi yfir okkur og ritstjórinn jafnvel hvattur til að endurnýja í blaðamannaliðinu! Okkar maður var nokkuð viss í sinni sök um að ekki væri leyfilegt að leggja bifreiðum á þessum slóðum, né stöðva.Með vettvangsferð var allur vafi tekinn af. Blaðamaður Víkurfrétta heldur starfinu og þeir sem leggja eða stöðva í þessum slóðum við Leifsstöð geta átt von á sektum frá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þarna er bannað að stöðva!

Myndin: Skiltið tekur af allan vafa. Þarna er bannað að stöðva bifreiðar og tefja þannig fyrir umferð. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024