Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blása kísilreyk yfir Reykjanesbæ í lýðheilsutilraun
Myndin var tekin í gær þegar svörtu reykjarskýi var blásið yfir Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 1. apríl 2016 kl. 09:14

Blása kísilreyk yfir Reykjanesbæ í lýðheilsutilraun

- fólk hvatt til að setja út hvíta diska eða bómull í nef

Áhrif mengunar frá kísilverksmiðjum eru til rannsóknar í Reykjanesbæ um þessar mundir. Það er fyrirtækið Silicon Dioxide Ltd sem vinnur að rannsóknunum í samstarfi við Rannsóknarsetur í lýðheilsu og Keili.

Þykkt svart reykjarský sem var yfir Reykjanesbæ í gær var hluti af rannsókninni. Því var blásið yfir bæinn frá Helguvík. Í dag verður reyk blásið úr ofni í Helguvík þrisvar sinnum. Fyrst kl. 12:00, aftur kl. 13:30 og loks kl. 15:00. Magn reyks sem sleppt verður út í andrúmsloftið  í þessari tilraun er sama magn og sólarhringslosun frá þeim tveimur kísilverum sem gert er ráð fyrir í Helguvík. Framkvæmdir við kísilver United Silicon eru á lokastigi en verksmiðjan verður gangsett í sumar. Kísilver Thorsil er enn í fjármögnun eins og lesa má hér (tengill) en gert er ráð fyrir að bygging á verksmiðju Thorsil hefjist í haust og ljúki á tveimur árum.

Bæjarbúar geta tekið þátt í lýðheilsutilrauninni með tvennum hætti vilji þeir kynna sér á eigin vegum hver sólarhringsmengun er frá kísilverunum. Annars vegar getur fólk sett út hvíta diska og séð það magn svartra agna sem setjast á diskinn yfir daginn. Þar sem síðasta reyklosunin verður kl. 15:00 þá má gera ráð fyrir að agnirnar séu sestar klukkustund síðar eða um kl. 16:00.

Þröstur Hafliði Gíslason, prófessor hjá Rannsóknarsetri lýðheilsu, sagði að besta leiðin til að átta sig magni svifryks frá útblæstrinum í Helguvík sé að setja bómullarskífur eða hnoðra fyrir nef og anda nokkuð ákveðið í eina mínútu. Þannig á fólk að geta séð svart á hvítu hver sólarhringsmengun kísilveranna er.

Bómullarskífurnar má fá í öllum apótekum í Reykjanesbæ og fást án endurgjalds ef fólk biður um skífur fyrir loftgæðisrannsókn.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024