Blankalogn og blíða!
Það hefur verið sannkallað blankalogn og blíða á Suðurnesjum í allan dag. Fánar blakta ekki og fólk hefur notið góða veðursins. Víða hefur mátt sjá fólk á göngu í góða veðrinu en fámennt var við Bláa lónið um miðjan dag.Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi myndum í nágrenni við Bláa lónið í dag en þar var rjómalogn.