Blái herinn hreinsar í Sandgerði
Blái herinn varð 8 ára þann 1 apríl. Í tilefni dagsins var unnið hörðum höndum við hreinsunarátak í og við Strandgötuna og sjávarsíðuna í Sandgerði.
Gömul grind af Benz vörubíl sem lengi hafði hvílt á einni lóðinni fór sinn síðasta rúnt um bæinn og endaði í miklum haug hjá fiskimjölsbræðslunni en þar er einnig verið að taka til.
Alls hreinsuðust um 20 tonn af járna og veiðafæradrasli um helgina. Björgunarsveitin Sigurvon og knattspyrnudeild Reynis hjálpuðu til. Boðið var uppá rjómatertu frá Sigurjónsbakarí eftir átökin.
Áframhald verður á hreinsunarátakinu þangað til að Blái herinn verður sáttur.