Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blái Herinn fékk umhverfisverðlaunin
Föstudagur 5. september 2003 kl. 18:00

Blái Herinn fékk umhverfisverðlaunin

Blái herinn hlaut umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar árið 2003, en Árni Sigfússon bæjarstjóri veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjanesbæjar í dag. Það var Tómas Knútsson forsvarsmaður Bláa hersins sem veitti viðurkenningunni móttöku og sagði bæjarstjóri við þetta tilefni að Tómas og Blái herinn hefðu unnið stórvirki í umhverfismálum á Reykjanesi síðustu ár. Einnig hlutu viðurkenningu Sigurgeir Þorvaldsson sem hreinsað hefur flöskur af götum bæjarsins síðustu 20 ár.Rebekkustúka nr. 11 hjá Odfellow hlaut einnig viðurkenningu fyrir sölu á máluðum kústum sem þær selja. Björn Vífill veitingamaður á Ránni hlaut einnig viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi Ráarinnar.

VF-ljósmynd: Bæjarstjóri veitir Tómasi Knútssyni forsvarsmanni Bláa hersins umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024