Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláfáninn dreginn að húni í Lóninu
Laugardagur 15. júní 2013 kl. 11:28

Bláfáninn dreginn að húni í Lóninu

Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í 11 sinn í sl. viku. En Bláa Lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2003.  Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. 

Leikskólabörn frá leikskólanum Laut í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Salóme Hallfreðsdóttir, verkefnisstjóri Bláafánans hjá Landvernd, afhent Bláfánann fyrir hönd Landverndar. Í máli hennar kom m.a. fram að Bláa Lónið er einn þriggja staða á Íslandi sem flagga Bláfánanum árið um kring.

Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í  Bláfánaverkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum.