Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu - heilsulind
Föstudagur 4. júní 2004 kl. 11:49

Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu - heilsulind

Í dag 4. júní verður Bláfáninn dregin að húni í Bláa Lóninu – heilsulind. Athöfnin hefst kl 16:00 og mun Tryggvi Felixson framkvæmdastjóri Landverndar afhenda forráðamönnum fyrirtækisins þessa eftirsóttu viðurkenningu.
Baðströndum er veittur Bláfáninn ef að þar hefur verið kappkostað að vernda umhverfið, bæta öryggismál og aðstöðu á baðströndinni og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd.  Þessi viðleitni á að treysta verndun umhverfis strandarinnar og bæta gæði þess sem ströndin og umhverfi hennar hefur upp á að bjóða, og vera öllum þeim sem nota eða heimsækja baðströndina til hagsbóta. Bláfáninn er veittur til eins árs í senn og var í fyrsta sinn veittur á Íslandi árið 2003. Í Evrópu allri verða tæplega 3.000 Bláfánar dregnir að húni í sumar.
Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að auka gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis.
Um 30 lönd eiga aðild að Bláfánanum. Samtökin Landvernd annast úthlutun og eftirlit með Bláfánanum á Íslandi og skipuleggja alla framkvæmd þar að lútandi í samstarfi við Fiskifélag Íslands, Félag umhverfis- og heilbrigðisfulltrúa, Hafnasambandið, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Umhverfisstofnun og Samtök ferðaþjónustunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024