Bláfáninn að húni í Bláa lóninu
Bláa lónið varð fyrst baðstranda á Íslandi til að hljóta Bláfánann sem er alþjóðlegt tákn fyrir þá sem skara framúr vegna umhverfisstjórnunar, traustrar öryggisgæslu, hreinlætis og fræðslu um umhverfismál. Landvernd annast Bláfánann á Íslandi og sáu fulltrúar samtakanna um að afhenda fánann við sérstaka athöfn í Bláa lóninu við Svartsengi á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 5. júní sl. Meðal gesta við athöfnina voru Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Davíð Egilsson forstöðumaður Umhverfisstofnunar og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Landverndar.Baðströndum er veittur Bláfáninn ef að þar hefur verið kappkostað að vernda umhverfið, bæta öryggismál og aðstöðu á baðströndinni og veita fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd. Þessi viðleitni á að treysta verndun umhverfis strandarinnar og bæta gæði þess sem ströndin og umhverfi hennar hefur upp á að bjóða, og vera öllum þeim sem nota eða heimsækja baðströndina til hagsbóta.
Um Bláfánann
Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis.
Um 30 lönd eiga aðild að Bláfánanum. Samtökin Landvernd annast úthlutun og eftirlit með Bláfánanum á Íslandi og skipuleggja alla framkvæmd þar að lútandi í samstarfi við Fiskifélag Íslands, Félag Umhverfis- og Heilbrigðisfulltrúa, Hafnasambandið, Umhverfisstofnun og Samtök ferðaþjónustunnar.
Bláfáninn nýtur fjárhagslegs stuðnings frá umhverfisráðuneytinu.
Bláfánabaðströnd
Sem gestur eða notandi Bláfánastrandar mátt þú gera kröfu um að:
·Ströndin sé snyrtileg og vel sé fylgst með ástandi hennar.
·Vatnið og sjórinn sé hreinn og að á staðnum séu upplýsingar um vatnsgæðin.
·Til staðar sé haldgóður búnaður til að taka á móti flokkuðu sorpi, salernin snyrtileg og viðhald bygginga sé í góðu lagi.
·Til staðar sé búnaður fyrir skyndihjálp, björgunarbúnaður og sími til að kalla eftir aðstoð.
·Boðið sé upp á fræðslu um umhverfi- og náttúru.
Gestum sé bent á hvar eru viðkvæm og vernduð svæði.
Um Bláfánann
Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis.
Um 30 lönd eiga aðild að Bláfánanum. Samtökin Landvernd annast úthlutun og eftirlit með Bláfánanum á Íslandi og skipuleggja alla framkvæmd þar að lútandi í samstarfi við Fiskifélag Íslands, Félag Umhverfis- og Heilbrigðisfulltrúa, Hafnasambandið, Umhverfisstofnun og Samtök ferðaþjónustunnar.
Bláfáninn nýtur fjárhagslegs stuðnings frá umhverfisráðuneytinu.
Bláfánabaðströnd
Sem gestur eða notandi Bláfánastrandar mátt þú gera kröfu um að:
·Ströndin sé snyrtileg og vel sé fylgst með ástandi hennar.
·Vatnið og sjórinn sé hreinn og að á staðnum séu upplýsingar um vatnsgæðin.
·Til staðar sé haldgóður búnaður til að taka á móti flokkuðu sorpi, salernin snyrtileg og viðhald bygginga sé í góðu lagi.
·Til staðar sé búnaður fyrir skyndihjálp, björgunarbúnaður og sími til að kalla eftir aðstoð.
·Boðið sé upp á fræðslu um umhverfi- og náttúru.
Gestum sé bent á hvar eru viðkvæm og vernduð svæði.