Blað dagsins komið á vefinn
Víkurfréttir eru komnar í dreifingu um öll Suðurnes og einnig á netið. Blaðið er 24 blaðsíður í þessari viku, með fjölbreyttu og skemmtilegu efni. Við heimsækjum fyrirtækið 4x4 í Grindavík sem býður upp á fjórhjólaferðir um Reykjanes. Einnig heimsækjum við nýtt og vinsælt gistiheimili í Njarðvík og ræðum við lyftingakonuna Ingu Maríu Henningsdóttur sem á dögunum varð Norðurlandameistari í kraftlyftingum. Þá segjum við frá óvenju mikilli þorskveiði sem verið hefur í Sandgerði undanfarna daga og spjöllum við Njarðvíkinginn Jóhönnu Harðardóttur sem rekur hótel í skíðaparadís í Vermont. Þetta og margt fleira. Njótið lestrarins.