„BLÁA PARADÍSIN“ OPNUÐ INNAN FÁRRA DAGA!
Framkvæmdir við nýjan baðstað Bláa lónsins eru nú á lokastigi. Vatn er byrjað að flæða um það svæði sem verður framtíðar baðlón. Á þriðjudagskvöldið átti vatnsborðið eftir að hækka um nær einn metra, enda dæling í lónið ekki hafin fyrir alvöru. Vatnið sem nú flæðir um lónið er enn of heitt eða um 50°C Ákvörðun um formlega opnun verður tekin í þessari viku, en dagsetning hafði ekki verið gefin út áður en blaðið fór í prentun. Starfsemi er þó hafin í veitingaaðstöðunni því 50 sendiherrar mættu í fyrstu veisluna sem var bókuð í húsinu sl. föstudag. Iðnaðarmenn eru enn að störfum við búningsaðstöðu og styttist í að fyrsti baðgesturinn taki sundsprett í nýja baðlóniu - bláu paradísinni!Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi ljósmyndari VF úr þyrlu varnarliðsins kl. 22.00 sl. sunnudagskvöld og sýnir hún vel stöðu framkvæmda.