Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:15

„BLÁA PARADÍSIN“ OPNUÐ INNAN FÁRRA DAGA!

Framkvæmdir við nýjan baðstað Bláa lónsins eru nú á lokastigi. Vatn er byrjað að flæða um það svæði sem verður framtíðar baðlón. Á þriðjudagskvöldið átti vatnsborðið eftir að hækka um nær einn metra, enda dæling í lónið ekki hafin fyrir alvöru. Vatnið sem nú flæðir um lónið er enn of heitt eða um 50°C Ákvörðun um formlega opnun verður tekin í þessari viku, en dagsetning hafði ekki verið gefin út áður en blaðið fór í prentun. Starfsemi er þó hafin í veitingaaðstöðunni því 50 sendiherrar mættu í fyrstu veisluna sem var bókuð í húsinu sl. föstudag. Iðnaðarmenn eru enn að störfum við búningsaðstöðu og styttist í að fyrsti baðgesturinn taki sundsprett í nýja baðlóniu - bláu paradísinni! Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi ljósmyndari VF úr þyrlu varnarliðsins kl. 22.00 sl. sunnudagskvöld og sýnir hún vel stöðu framkvæmda.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25