Bláa lónið verðlaunað - 800.000 gestir
Bláa lónið hlaut hvatningarverðlaun Ferðamálaráðs í dag. Hvatningarverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn og eru þau ætluð þeim sem stunda heilsutengda ferðaþjónustu. Sturla Böðvarsson afhenti verðlaunin. Bláa lónið var opnað 1992. Nýi baðstaðurinn var opnaður 1999. Frá þeim tíma hafa 800 þúsund manns dýft sér í Bláa lónið.