Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið tryggir sér lóð á bæjarmörkum Grindavíkur og Reykjanesbrautar
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins undirrituðu samning um lóðina. VF-mynd/pket.
Þriðjudagur 14. febrúar 2017 kl. 06:00

Bláa Lónið tryggir sér lóð á bæjarmörkum Grindavíkur og Reykjanesbrautar

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 7. febrúar síðastliðinn var samþykkt að úthluta Jarðvangi ehf., félagi í eigu Bláa Lónsins hf., tæplega 51.000 fermetra  lóð við Breiðasel 73. Staðsetning lóðarinnar er við gatnamót Grindvíkurvegar og Reykjanesbrautar.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf., segir staðsetningu lóðarinnar bjóða upp á mikla möguleika og að fyrirtækið horfi til þróunar á ferðaþjónustu innan svæðisins. „Svæðið er innan Reykjanes Jarðvangs og er einnig hlið inn í auðlindagarðinn þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og fjölnýtingu jarðvarmaauðlindarinnar. Þá nýtur svæðið nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Við hjá Bláa Lóninu lítum til þess að eiga gott samstarf við Reykjanesbæ varðandi framtíðarþróun svæðisins. Tækifærin á Reykjanesi eru mikil og við hjá Bláa Lóninu viljum halda áfram að leggja okkar af mörkum og taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu og tengdri starfsemi á Reykjanesi,“ sagði Grímur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera jákvætt fyrir sveitarfélagið að Bláa Lónið horfi til uppbyggingar á svæðinu. „Svæðið þar sem lóðin er staðsett er við innkomu bæjarins og það skiptir okkur miklu máli að sú uppbygging sem þar mun eiga sér stað verði metnaðarfull og stuðli að enn fjölbreyttari ferðaþjónustu á svæðinu.“