Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bláa lónið stofnar rútufyrirtæki
Fimmtudagur 12. apríl 2018 kl. 06:00

Bláa lónið stofnar rútufyrirtæki

Þann 12. apríl nk. mun fyrirtæki á vegum Bláa Lónsins hf. hefja rekstur á eigin áætlunarferðum til og frá Bláa Lóninu undir heitinu Destination Blue Lagoon.  Um er að ræða ferðir í Bláa Lónið frá Reykjavík og Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er að bjóða gestum víðtækari þjónustu og tryggja samræmi í upplifun þeirra á meðan á heimsókn þeirra í Bláa Lónið stendur.  Lagt er upp með að ferðirnar verði á klukkutíma fresti. 

Destination Blue Lagoon er fyrirtæki í meirihlutaeigu Bláa Lónsins hf. en samstarfsaðili félagsins í þessu verkefni er hópferðafyrirtækið Airport Direct ehf., sem er dótturfélag Hópbíla hf. segir í frétt frá Bláa Lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024