Bláa lónið og Northern Light Inn mega opna
Með hliðsjón af nýju hættumati Veðurstofu Íslands er Bláa Lóninu og Northern Light Inn heimilt að hefja rekstur á ný. Á þessum stöðum er sólarhringsvöktun og farið hefur verið yfir rýmingaráætlanir rekstraraðila.
Viðbragsaðilar eiga reglulega samskipti við rekstraraðila, segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.