Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Bláa Lónið meðal hughrifamestu snjallvefja
    Úr Bláa Lóninu.
  • Bláa Lónið meðal hughrifamestu snjallvefja
    Magnea Guðmundsdóttir.
Fimmtudagur 14. ágúst 2014 kl. 10:55

Bláa Lónið meðal hughrifamestu snjallvefja

- að mati viðurkennds fyrirtækis í rafrænni veftækni.

25 Inspiring Mobile and Responsive Design Websites of 2014 - See more at: http://www.bluefountainmedia.com/blog/inspiring-responsive-design/#sthash.0lnHZelt.dpuf
25 Inspiring Mobile and Responsive Design Websites of 2014 - See more at: http://www.bluefountainmedia.com/blog/inspiring-responsive-design/#sthash.0lnHZelt.dpuf
25 Inspiring Mobile and Responsive Design Websites of 2014 - See more at: http://www.bluefountainmedia.com/blog/inspiring-responsive-design/#sthash.0lnHZelt.dpuf

Snjallvefur Bláa Lónsins hreppti tíunda sæti yfir hughrífandi snjallvefi ársins 2014 (e. Inspiring Mobile and Responsive Design Websites of 2014) að mati Blue Mountain Media, sem er viðurkennt fyrirtæki í rafrænni veftækni. Vefur Bláa Lónsins er hannaður af Kosmos og Kaos og keyrður í DaCoda vefkerfinu.

Í umsögn um vefsíðu Bláa Lónsins segir að hún endurspegli ímynd „hreinnar“ hönnunar og viðmótið sé sérlega hughrífandi vegna óaðfinnanlega hvíta og bláa þemans á stóru bakgrunnsmyndinni sem endurspegli landslag Íslands. Þá kalli vefsíðan fram tilfinningaleg viðbrögð hjá notendum með róandi myndum. Tekið er fram að gaman væri að sjá stærri slagorð en skipulagið frábært með nánast ógreinanlegri þoku sem svífi til og frá á skjáborðsútgáfunni til að halda notendum hugföngnum og auka vídd síðunnar.
 
Í samtali við Víkurfréttir segir Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins, að Bláa Lónið hafi lagt áherslu á uppbyggingu vefsvæðis fyrirtæksins og að vefurinn endurspegli heildarupplifun Bláa Lónsins. „Það er því ánægjulegt að sjá að Blue Mountain Media nefnir sérstaklega hughrif vefsins. Vefur Bláa Lónsins er unninn í samstarfi við tvö Suðurnesjafyrirtæki, Kosmos og Kaos og Dacoda, en fyrirtækin eru mjög framarlega á sínu sviði,“ segir Magnea glöð í bragði.
 
 
Skjáskot af vefsíðu Bláa Lónsins.

VF/Olga Björt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024