Bláa Lónið með fjórar tilnefningar til Vefverðlaunanna
Íslensku Vefverðlaunin verða afhend í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 8. febrúar kl. 17.00. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaun við hátíðlega athöfn.
Veitt eru verðlaun í tíu flokkum og er vefur Bláa Lónsins tilnefndur í þremur flokkum. Vefur Bláa Lónsins er tilnefndur í flokkunum Besta útlit og viðmót, Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn, og Besti sölu og kynningarvefurinn (með fleiri starfsmenn en 50).
Vefhönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos frá Reykjanesbæ er jafnframt tilnefnt til Íslensku Vefverðlaunanna að þessu sinni. Kosmos & Kaos er tilnefnt í flokknum Frumlegasti vefurinn.
Hér má sjá tilnefningarnar í heild sinni.