Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið: Lækningamátturinn fundinn?
Miðvikudagur 4. júní 2008 kl. 17:56

Bláa Lónið: Lækningamátturinn fundinn?

Nýjar vísindarannsóknir sem prófessor Jean Krutmann kynnti á Norrænu þingi húðlækna sem haldið var í Reykjavík í byrjun júní skýra að hluta af hverju psoriasis sjúklingar fá bata við böðun í Bláa lóninu.

Rannsóknarniðurstöðurnar sýna að kísill og þörungar úr Bláa Lóninu örva tjáningu gena lykilefna í húðfrumum, keratinocytes, og styrkja varnarlag húðarinnar. Psoriasis og exem eru húðsjúkdómar þar sem starfsemi ysta varnarlags húðarinnar er raskað.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf, segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi mikið gildi fyrir áframhaldandi öflugt vísindastarf og frekari þróun á lækningameðferðum og lyfjaþróun Bláa Lónsins.

Í tilkynningu frá Bláa Lóninu segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á vandað og markvisst vísindastarf í samvinnu við færustu sérfræðinga.
Rannsóknirnar voru unnar í samvinnu við þýska vísindamanninn Jean Krutman. Hann er einn færasti sérfræðingur heims á sviði öldrunar húðarinnar og áhrifum umhverfis á hana. Hann veitir forstöðu IUF, Institut für Umweltmedizinische Forschung an der Heinrich-Heine- Universität. Rannsóknirnar voru styrktar af Tækniþróunarsjóði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024