Bláa Lónið hlýtur Íslensku þekkingarverðlaunin 2012
Bláa Lónið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin fyrir árið 2012. Verðlaunin voru veitt í Hörpunni á Íslenska þekkingardeginum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin.
Hann sagði við þetta tækifæri að Bláa Lónið væri áminning til allra um að það væru engin takmörk á því sem hægt er að gera ef þekking, viska og áræðni fara saman. „Bláa Lónið er eitt af ævintýrunum á Íslandi á síðustu 20 árum. Staðurinn er orðinn þekktari um víða veröld en margir náttúrustaðir,“ sagði Ólafur Ragnar.
Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf og Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna og þróunarstjóri fyrirtækisins tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Bláa Lónsins.
Dagný sagði að árið 2012 hefði verið viðburðaríkt í sögu félagsins. Bláa Lónið fagnaði 20 ára afmæli árið 2012, þá var það valið eitt af 25 undrum veraldar af hinu virta tímariti, National Geographic. Þegar litið er yfir lista National Geographic sker Bláa Lónið sig úr vegna samspils vísinda, hönnunar og náttúru sem jafnframt vitnisburður um skýra sýn sem hvergi hefur verið hnikað frá hvorki á erfiðum tímum né góðum. „Sú viðurkenning sem við hljótum hér í dag – og er okkur ekki síður kær - undirstrikar að skýr framtíðarsýn, í bland við metnaðarfullar fjárfestingar og faglega rekstrarnálgun getur skapað góða arðsemi í ferðaþjónustu,“
Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf og Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna og þróunarstjóri fyrirtækisins tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Bláa Lónsins.