Bláa Lónið hf og Prokaria ehf gera með sér samning um
Bláa Lónið hf og Prokaria ehf hafa gert með sér samning um rannsókn á lífríki Bláa lónsins. Markmið rannsóknarinnar er að renna styrkari stoðum undir þann þekkingargrunn sem þegar er til um líffræðilegan fjölbreytileika Bláa lónsins.
Nokkur ár eru síðan lífríkisrannsókn var gerð á lóninu. Þá kom í ljós að um einstakt vistkerfi er að ræða. Frá þeim tíma hefur tækninni sem nýtt er til greininga á tegundasamsetningu örvera fleygt fram og hefur líftæknifyrirtækið Prokaria ehf m.a. sérhæft sig í greiningum af þessu tagi. Hér er um að ræða raðgreiningar á DNA ákveðinna gena sem einangruð eru og eru raðirnar bornar saman við þekktar raðir í gagnagrunnum. Ræktanir á örverum úr lóninu og greiningar á þeim munu einnig verða framkvæmdar. Ennfremur er ætlunin að mynda banka sem inniheldur DNA úr öllum sýnum á því formi að það geti nýst til hugsanlegra rannsóknar- og þróunarvinnu a sviði heilsutengdrar erfðatækni í framtíðinni. Þá er og ætlunin að varðveita hreina stofna úr lóninu í sérstöku stofnasafni.
Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf., segir samninginn vera mikilvægan fyrir áframhaldandi uppbyggingu grunnþekkingar á Bláa lóninu og umhverfi þess. „Bláa lónið og lækningamáttur þess er einstakur í veröldinni og því eru frekari rannsóknir á lóninu með nýjustu tækni mjög mikilvægar til að auka skilning okkar og möguleika til vöruþróunar úr hinu sérstaka lífríki Bláa lónsins.“
Jakob K. Kristjánsson forstjóri Prokaria segist vera mjög ánægður með samninginn við Bláa lónið ehf. „Prokaria hefur byggt upp mikla þekkingu og færni í erfðagreiningu á alls kyns örverum úr hverum og öðru umhverfi. Erfðagreiningar eru t.d. miklu öflugri, hraðvirkari og ódýrari en hefðbundnar aðferðir til örverugreininga.“ Prokaria hefur því byrjað að selja slíka þjónustu á innlendum markaði og hefur jafnframt byrjað að selja erfðagreiningar til annara nota, eins og til arfgerðargreininga á fiski. „Við erum því afar ánægðir með þennan samning við Bláa Lónið hf. Þetta er ákveðið skref til að koma þekkingu okkar og færni í notkun á innanlandsmarkaði.“
Nokkur ár eru síðan lífríkisrannsókn var gerð á lóninu. Þá kom í ljós að um einstakt vistkerfi er að ræða. Frá þeim tíma hefur tækninni sem nýtt er til greininga á tegundasamsetningu örvera fleygt fram og hefur líftæknifyrirtækið Prokaria ehf m.a. sérhæft sig í greiningum af þessu tagi. Hér er um að ræða raðgreiningar á DNA ákveðinna gena sem einangruð eru og eru raðirnar bornar saman við þekktar raðir í gagnagrunnum. Ræktanir á örverum úr lóninu og greiningar á þeim munu einnig verða framkvæmdar. Ennfremur er ætlunin að mynda banka sem inniheldur DNA úr öllum sýnum á því formi að það geti nýst til hugsanlegra rannsóknar- og þróunarvinnu a sviði heilsutengdrar erfðatækni í framtíðinni. Þá er og ætlunin að varðveita hreina stofna úr lóninu í sérstöku stofnasafni.
Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf., segir samninginn vera mikilvægan fyrir áframhaldandi uppbyggingu grunnþekkingar á Bláa lóninu og umhverfi þess. „Bláa lónið og lækningamáttur þess er einstakur í veröldinni og því eru frekari rannsóknir á lóninu með nýjustu tækni mjög mikilvægar til að auka skilning okkar og möguleika til vöruþróunar úr hinu sérstaka lífríki Bláa lónsins.“
Jakob K. Kristjánsson forstjóri Prokaria segist vera mjög ánægður með samninginn við Bláa lónið ehf. „Prokaria hefur byggt upp mikla þekkingu og færni í erfðagreiningu á alls kyns örverum úr hverum og öðru umhverfi. Erfðagreiningar eru t.d. miklu öflugri, hraðvirkari og ódýrari en hefðbundnar aðferðir til örverugreininga.“ Prokaria hefur því byrjað að selja slíka þjónustu á innlendum markaði og hefur jafnframt byrjað að selja erfðagreiningar til annara nota, eins og til arfgerðargreininga á fiski. „Við erum því afar ánægðir með þennan samning við Bláa Lónið hf. Þetta er ákveðið skref til að koma þekkingu okkar og færni í notkun á innanlandsmarkaði.“