Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa lónið hefur starfsemi að nýju
Föstudagur 14. júní 2024 kl. 10:18

Bláa lónið hefur starfsemi að nýju

Bláa Lónið hefur hafið starfsemi að nýju að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Umferð til og frá Bláa Lóninu eru um Nesveg og Bláalónsveg. Álag á þessa vegi er mikið og óvenjulegt enda ófært um Grindavíkurveg þar sem hraun rann yfir veginn.

Á starfssvæði Bláa Lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Þá er veðurstöð staðsett á einni bygginu Bláa Lónsins. Eftirlit og viðbagð við hugsanlegri gasmengun er nú með allt öðrum hætti en áður hefur verið á starfssvæði Bláa Lónsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öryggisfulltrúi á vegum fyrirtækisins situr daglega morgunfundi aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar. Fylgjast þarf með opnunartímum á heimasíðu fyrirtækisins. Þar getur þurft að rýma með skömmum fyrirvara.

Lokunarpóstar eru við Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Flóttaleiðir frá Grindavík eru um Suðurstrandarveg og Nesveg. Flóttaleiðir frá Bláa Lóninu eru um Bláalónsveg og Nesveg. Arfadalsvíkurvegur er lokaður einbreiður malarvegur sem getur nýst ef til rýmingar kemur.